Góða nótt, getur þú ekki gáð að þér
afhverju ælir þú einmannaleika yfir mig
sástu mig ekki sitja með sjálfum mér
ég sem var, nýbúinn að
ná í hugann úr hreinsun

Upp á hvern deyjandi dag
dreymandi um líf fyrir mitt lifandi lík
þegjandi lá ég úti í horni
sýktur af sveimandi djöflum
sokkinn í hjálpleysi var ég
grýtur af ókunnum öflum

Góði Guð, þú gafst mér mig
gráttu ekki mín vegna
taktu mig bara til baka
steldu mér frá svefnlausum nóttum
settu mig framfyrir bíl að aka
rændu mér frá ráfandi dögum
rykktu sálu minni úr sambandi

Afhverju voru í mig sett augu
eina sem ég sé er að það er á öllu endir
tilhvers ertu að skapa hluti, sem þú síðan hendir
kæfir lífið, kastar sálinni
sem enginn veit hvar lendi