Ágæti pardus!
Ég ákvað að reyna að leysa sjálfur af hendi áskorunina sem ég setti þér. Þetta er útkoman. Þetta er nú svo sem ekkert sérstakt. En ég er orðinn óþreyjufullur eftir að sjá fullklárað ljóðið sem þú samdir yfir laufabrauði móður þinnar…………

Nótt

breiðir út vængi sína
svört nótt
svífur inn um gluggann

döpur ský
sveima yfir
svarbláu vatni
sem gárast í golunni

hvítir, gleymdir dagar
heimsækja hug þinn

náttblá augu
bera þína gimsteina

í nótt lýsa engin
ljós upp myrkrið