Vindurinn öskrar hástöfum á mig,
Lokkar mig til þess að opna gluggann.
Hann vill hrifsa mig inn í sig,
Láta mig fjúka út í eilífðan buskann.

Ég góma mig sjálfa við að sitja og stara,
hlustandi á taktfastan nið vindsins.
Dáleidd ég jánka vindsins leikara,
Ég held að hann vilji mig til sín.

Þetta suð, þetta suð, þetta fjandans suð
Svo erfitt að standast aðdráttaraflið.
Þetta suð, þetta suð, þetta elskulega suð
Í sæluvímu ég bít á agnið.

Ég er komin út á svalir og hann rífur í mig,
Príla gætilega upp á handriðin.
Seinasta skrefið í seinasta skiptið,
Vindur, ó vindur ég er komin til þín !
, og samt ekki.