Ísland til forna.

Um snæviþökkt fjöllinn fara þokuslæður
Árla morguns,
Yfir hrjóstugar hraunbreiður skríður mosin
Eins og dúnmjúk sæng,
Yfir móa hvakar lóan
Að vorið sé komið,
Og tindar himinsins gnæfa yfir landinu
Eins og vor drottnarar.

Hrafninn flýgur yfir kletta háa og smá
Í leit að einhverju ætilegu,
Vötnin kyr sem speglar
Endurkasta fegurð fjallana,
Á sandbreiðum lifa þjóðsögur til forna
Eins og blóm sem ei visnar,
og hafið skellur á berginu
Eins og landið sé þess helsti óvinur.

Vindurinn hvíslar um tré og runna
Leikur sér að því að búa til tónlist fegurðar,
Og þar sem lækjarsprænur koma upp úr fylgsnum sínum
Vaka álfar yfir og gæða því fegurð lækjarniðana,
Stórar ár þeysa um í kapphlaupi við hver aðra
Og leika sér að kitla iljarnar á vaðandi börnum,
Þar sem ég stend og horfi yfir landslagið
Hlusta ég á hvíslið í vindinum
Og nýt þess að horfa á slíka fegurð
Sem okkur mönnum hefur verið gefið,
Því aðeins ísland getur skartað slíkri fegurð
Að mannvera verður að stoppa og horfa
Til að skilja hana.