Fjölskyldan safnaðist saman í sumarbústað í Úthlíð til að fagna nýafstöðnum áramótum. Í tilefninu ortum ég og kærastan mín í sameiningu eftirfarandi áramótavísur:

Komum veislu kátri á fót,
kætumst, höfum gaman.
Í Úthlíðinni um áramót
ættin safnast saman.

Mörgum byrgir bjórinn sýn
Blikar ölsins gára.
Margir drekka mikið vín
Á mótum tveggja ára.

Gerum okkur glaðan dag
á gamlárs léttum kveldum.
Skaupið kemur skapi í lag,
svo skotið er upp eldum.

Gulur, rauður, grænn og blár
gerist himinn nátta.
Mót oss tekur tignarár
2008.

Flestir fara að sofa seint
Þó sofa vært og dreyma.
Sumir hafa heitin strengt
Sem hefðin er að gleyma.


Með ósk um gleðilegt ár 2008 til allra :)