Ég lít á hnífinn liggja á borði,
glansandi með tálgað skaft
ég hugsa, hann gæti orðið valdur morði,
morð með mikinn haturskraft.

Ég glottandi teygi mig skaftið í
brosi og legg við brjóst
fyrir augum mér fljóta himnaský
dauðinn, þá er það ljóst.

Ég rifja upp minningar liðinna tíma,
tíma er um þetta er að kenna
vandamál of stór ég þurfti við að glíma
uns loksins ég hætti að nenna.

Með tárin í augunum næstum hætti ég við
en sýni engann aumingjahátt
ég reyni að kveðja, að góðra manna sið
en tuldra bara “bæ” ósköp lágt.

Nú er það stundin að taka skrefið stóra
ég öskra og brest svo í tár
ég ákveð að standast, ég ætla ekki að slóra,
og skil eftir blæðandi sár.

Ó, guð minn, ó guð minn, kalla ég leið
taktu mig til himna, taktu mig fljótt !
Og sálin vængjum dauðans til himnanna reið
og líkaminn svaf á gólfinu rótt.