Farið er sumarið, svifið á braut,
sumar með sögu svo skæra.
Hjartað mitt litla í sumarið skaut,
sælli ást og þér mín kæra.

Köld nóttin kemur og hvæsir að mér.
Hvert sem ég lít, það myrkrið hylur.
Aftur ég leita að ástinni og þér,
Þó á baki dynji mér norðanbylur

Hvert fórstu sumar, hvert fórstu á leið?
Hvert með fuglana og hina björtu ást?
En brátt mun veturinn renna sitt skeið
Og svöl nóttin mun ekki sjá mig þjást

Því nóttin er vond og ég vona það nú
Að vetrinum kalda og dimma ljúki
Og að brátt, svo innilega brátt komir þú,
Og eyðir þessu eilífa norðanfjúki

Nú ertu komið sumar, komið á ný
Komstu sumarið ljúfa hingað til mín
Þar sem áður var vetur, ríkir á ný
Voldugt sumar og sólin birtir mér sýn

Nóttinni nöpru var hrundið á brott
Og nú er veturinn einungis minning um það sem var
Um göturnar gengur kona um nótt
Gegnsæ Nóttin er kápa hennar og augun stjörnurnar

Vertu hér sumar, vertu hjá mér
Því væn náttúran, lítil blóm
svífa ávallt syngjandi með þér
syngja fjarlægan ljóðaóm

Því þá er veturinn kemur
Þrumar með sinn kulda og snjó
Á húsi mínu bylur og lemur
ég minnist þín ávallt þó

Hvert fórstu sumar, hvers fórstu á vit?
Ferð frá svo miklu í fangi mér
Ást sem vekur með sætum lúðraþyt
Svæfir mig bakvið augun á þér

Þar ríkir sólin, svo falleg og skær
sem lýsir upp myrkið í hjartanu á mér
Vertu hér ávallt, þú ert mér svo kær
Svo einföld er ástin í sjálfu sér



ps. Þetta samdi ég þegar ég var 17 ára. Það er vissulega mikil byrjendabragur á þessu en ég ákvað að láta þetta samt flakka, það skaðar ekki.;)