Aldan kinnina
Kyssir, þú stendur úti
Köld nótt

Í fjarska
falla hvítkrýndar bárur
fagnandi að svartri strönd

í nóttinni
næfurþunnt mánaskin
á nálægum jökli stirnir

dökkleit
dimm ský
dregur fyrir mánann

það hvessir
-það hvessir

og bergið,
bratt bergið óðfluga nálgast
bylur í svörtum hamrinum

þetta skal takast
þetta skal takast
þetta skal takast

rétt áður
hugsar þú heim

rétt áður
hugsar þú um hana

rétt áður
reynir þú að komast í gallann

og jökullinn
jarðbundinn stendur

hvítkrýndar stórbárur
berja þig niður

þetta skal takast
þetta skal takast
þetta skal takast

og yfir þér
ein smástjarna nær í gegn

og þú hugsar heim
þú hugsar um hana

þú komst ekki í gallann

þetta skal takast
þetta skal takast
þetta skal….