Finnurðu fyrir þrýstingnum að vera eins og liðið lík
get'ekki gengið í lappirnar, til að passa í eina flík,
þrýstingur fyrir að hafa útlitið og að vera nógu rík,
þú mátt ekki hafa skoðun, ekki smekk, og ekki vera tík
ef þú vilt fitta inn, eiga vini og vera svöl
þarftu að ganga í gegnum helvíti, já gegnum djöfuls kvöl
þarft að nauðga ljósbekkjunum, mátt ekki vera föl,
þessi grunnhyggja og útlitsdýrkun er alltof mikil kvöl !
Hverjum er ekki sama um bólu þar og bólu hér ?
Ekki fara í kerfi, enginn annar þetta sér !
Öllum er sama, er sagt og þú öskrar, öllum, en ekki mér
en þú átt að gefa skít í þau og segja, fokka þér !
Ég vil ekki vera sjúk og deyja fyrir ímynd
þú heldur að með útlitinu losnir þú við synd,
trúðu mér, eldri verðurðu eins og notuð kind,
þú verður ekki betri á því að baðast í fegurðarlind !
Ekki gefa fokk um skoðanirnar sem að aðrir fyrir þjást,
hugsaðu um að hafa hlýju, hafa heila, hafa ást,
það góða sem þú hefur, af hverju þarf það að sjást,
ekki hafa hugsanir sem aðrir fyrir þjást !