Þetta er frumraun mín á þessum ágæta vef, sem nýlega hef uppgötvað. Sem ungur og ástfanginn áhugamaður um ljóðagerð stefni ég á reglulegar heimsóknir hingað inn í framtíðinni.
Ætli sé ekki best að byrja þetta með smávæmni ;) Kvæðið er ort til yndislegrar stúlku sem ég er svo heppinn að fá að þekkja (betur en flestir).


Hvernig mér líður er hvergi' hægt að skýra með orðum
Hvar ég er staddur ég veit ei og ekkert ég skil
Þótt heimur minn sundrist og hugur minn fari úr skorðum
Hún er sú eina sem uppfyllir allt sem ég vil

Bros hennar geislar af birtu og fegurð og veldur
Í brjósti mér tilfinningum sem ég aldrei hef þekkt
Ég get hvorki falið né geymt þær og ekki gleymt heldur
Ég get ekki nokkurn og allra síst sjálfan mig blekkt

Engum tókst hana að eignast en margir það reyndu
Auðfengin reynist seint neinum svo mikið er víst
En því sem í brjósti mér býr get ég ei haldið leyndu
Svo bíða mun rólegur svo lengi sem henni líst

Því hún er jafnfalleg og fegurstu stjörnurnar björtu
Og fannhvítur snjór má sín lítils ef hún er þar nær
Veröld mín ilmar af alsæld er slá okkar hjörtu
Ég elska' hana helmingi meira í dag en í gæ