þær fantasíuflórur
sem vaxa í huga mér,
þær spretta upp eins illgrési,
þær eiga að geyma verstu hluti,
einnig þá indislegustu,
ég sé fyrir mér martraðir vaxa
fyrir framan mig,
verur úr fjarska leita af mér,
glyrnur glytta inná milli martraðanna,
þær einblýna á mig,
þar sem ég hleyp birtast mér sýnir
sem eru svo hryllilegar að tár leka niður kinnar mér,
ég sé mæður skornar niður
fyrir framan börnin sín,
ég sé feður misþyrma börnunum sínum,
ég stoppa á milli martraðanna
og einblýni á litla veru,
hún hjúfrar sig saman og grætur sig sára,
ég spyr veruna hvort allt sé í lagi,
hún stendur upp og ég sé andlit hennar……….
þetta er ég hugsa ég,
hún biður mig um hjálp
sem ég get ekki veitt henni,
hún grátbiður en allt til einskis,
hún lypast niður og deyr við fætur mér,
ég græt og kveinka mér……..
skyndilega vakna ég og geng útúr strætó heim………..

eki er ég að vonast eftir góðum álitum á þessu hrafnasparki.