Afi minn er, hvað ætli hann sé?
Ég lít á hann sem verðmætara en nokkurt fé
Því hann er það sem kallast gull
Að mótmæla því væri bara bull
Afi minn er mín fyrirmynd
Að mótmæla því væri aðeins synd
Og ef þú sérð það ekki hlýturu að vera blind
Að elska hann er almenn skynssemi
Því hann er fullur af blíðu og góðsemi
Hann er maður til að líta upp til
Hann er maðurinn sem ég líkjast vil
Hann hefur sýnt mér margt og frætt
Sama hvað gengur á, það getur hann alltaf bætt
Hef ég komið til hans fullur niðurdregni
Þá hefur hann glatt mig af megni
Þótt hann sitji í stól og segi ekki orð
Þá fyrir mér er hann eins og Goð
Án hans er ég aðeins hálfur maður
Því hjá honum er ég aðeins glaður
Hann einn getur fengið mig til að brosa blítt
Þegar ég umgengst hann er mér alltaf hlýtt
Alltaf verið mér góður
Og er hann ansi fróður
Hef ég mikið af honum lært
Og mikla vitneskju hefur hann mér fært
Sem mér er um kært
Er mér kappkostað að honum verði þetta bætt
Allur þessi tími sem mér er gefinn með afa
Ætla ég að nota hann vel og nálægt mér hafa
Sama hvað gerist hef ég á honum gætur
Ég passa hann og geymi við hjarta rætu
Sjóðbullandi Sexy! Er dom í svefnherbergi Vefstjóra.