Dimmur miðbærinn virðist oft vera ógn við samfélagið
Við erum varkár þegar við göngum Laugaveginn
Reykjavíkurbúar segja að skortur sé á frið
samt segja þeir að vopn séu ekki vel þegin

Þeir þykjast vita allt um “ástandið” í borginni
þetta guðsvolaða miðbæjarvandamál
Hrópa yfir allt og alla: “Nú er mál að linni,
ef borgarstjórnin gæti bara leyst þetta ofbeldisbál”

En svona standa málin:
Stundum tjá þeir sig mest sem vita minnst
Þannig er blessuð íslenska þjóðarsálin
Er hún sú sérstakasta sem fyrir finnst?
Ég finn til, þess vegna er ég