COR ET PULM

Hún er drottning drauma þinna,
mun öllum þörfum vel sinna.
Ert hana loksins búinn að finna,
betri vinning ekki hægt að vinna.

Með hár sem gull og rauðar varir,
þú dolfallinn á hana starir.
Finnur sting í hjartastað
og náladofa eftir það.

Dreymir dagdrauma sí og æ
og hugsar “Hvernig í hana næ?”
Ærist að lokum og mátt tíma ei missa,
vilt fá hana strax og heitt kyssa.

Hjarta hennar þitt,
en gefa hún ei getur.
Hún er með hringa tvo
og í huga hennar vetur.

Tíminn líður,
hratt og hægt.
Að lokum springur allt
og engum vægt.

Hún reynir svo margt með árangri litlum
og að lokum þú sakbitni piltur
dregur þig í hlé og sýnir óvænta hlið,
hjarta þitt kramið – búið spil.

Tekst þér að lifa hálfur til lengdar,
eða munt þú bíða álengdar?
Mun verkurinn stigmagnast dag fyrir dag,
munt þú krjúpa á kné og biðjast miskunnar?