VÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Þetta var SVO fallegt og sorglegt!!! Þú tókst endurtekningarnar, myndmálið, rímið (sem kom inn á milli) og settir það í skotheldan búning hrollvekjandi sorgarljóðs!!!!
Fjöllin, bærinn (sem ég ímynda mér sem lítið þorp undir fjallshlíð með trjám, læk, myllu og litlum húsum… (hehehe… LOTR-áhrifin aftur ;þ)) og fólkið sem brosir en daprast svo… ég sé þetta svo fyrir mér að ég er þegar farinn að kalla bæinn með nafni, fjöllin eru svipuð og í ævintýrunum, maðurinn liggur andvana á köldum veginum, mánaskinið varpar ljósi sínu á örlitla polla og örlítil gjóla lyftir upp hárinu á fórnarlambinu svo að friðsælt en líflaust andlit mannsins birtist mér!!!
Ef þetta er ekki ljóðasnilld… þá veit ég varla hvernig hún er… ;)
Til hamingju ;)
kv. Danni
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.
Þakka hlý orð en snilld….veit það nú ekki! Það sem ég er að reyna að gera er að miðla mynd og djúpri tilfinningu með. ‘Eg vitna í smásöguna ,,Att döda et barn" eftir Stig…. ég man ekki seinna nafnið. Þar hægir hann á atburðarrásinni með því að nota tvöfalda upptalningu. Og þó svo að maður viti hvernig sagan endar, þá er hún svo vel skrifuð að mér lá við tárum þegar barnið dó.
Þetta er engin snilld, langt frá því. Enn eru fyrstu tvær myndirnar, að mínu mati, ófullkomnar. ’Eg er búinn að liggja lengi yfir þeim en….. þær fara stundum í taugarnar á mér.
Þakka þér enn og aftur fyrir hlý orð.
0