Ákvað að reyna að semja eitt þunglyndisljóð, vegna þess að ég er alltaf að gagnrýna þau hjá ykkur. Athuga hvort að mér tækist nokkuð betur en ykkur. Ég er nú ekki viss um það, sérstaklega þar sem ég á þessar tilfinningar ekki á takteinum, en what the heck….

Faðir

Látlaust rennur
lífið framhjá glugganum þínum
lekur dagur inn í nótt

fyrir utan
frelsinu fegin
fagna laufblöð og dansa

hring eftir
hring, þau þyrlast upp
hærra og hærra

og skýin
sem þjóta frá degi til dags
skilja þig einan eftir

hvert fóru
fuglarnir sem sungu í vor
fyrir þig söngva um ást

og þú hugsar

lítur auðmjúkur
á hendur þínar

gæti ég verið laufblað?

Strýkur í gegnum
svargrátt hárið

eða ský?

Stendur svo upp
óstyrkum fótum

kannski fugl?

Dregur svo fyrir gluggann