Í fölri
frostsólinni

og yfir öllu liggur grá snjóföl
sveipar dulúð yfir fjöllin

það er stilla

þau standa hér öll
stara auðmýkingu þína á

en þú berð höfuðið hátt
horfir stíft í hvert andlit

klæðir þig rólega í

það svíður, -það svíður í bakið

þú snýrð þér undan
það má enginn sjá sársaukann

hún,-þú gerðir þetta fyrir hana
en hvar er hún?

hún stendur og hlær
hátt að þér, með hinum

þú heldur að þú sjáir
þar skilning, frið og hlýju

hún snýr sér að honum
heldur hönd sinni í hans

það svíður, -það svíður

og þau standa hér öll
stara auðmýkingu þína á