Út frá fjöllunum
fingurgrannir lækir
feta þína slóð

yfir sléttuna
vakinn og sofinn
svífur áfram

á himni stjörnur
niður stara
stýra þinni ferð

og loks sérðu
ljós í glugga
ljúfa hvíla

og yfir ísiklædd vatnið
enn herðir för
í æsingi gleymir þér

svellið brestur
horfinn er skjótt

úti er nöpur nótt
norðurljósin skína hljótt

í bænum konan bíður
og börnin þrjú

yfir freðna jörð
fennir í sporin þín