
Draugar fortíðar
Dag hvern koma draugar fortíðar,
dvelja hjá mér og mína sýn villa.
Minningar bæði blíðar og fríðar,
þó aðrar blátt áfram mig hrylla.
Ég bið og bið um að fá að gleyma,
Góði guð gefðu mér valkvætt minni.
Er ég dæmd til að sitja heima og dreyma?
Amen og með eilífri blessun þinni.
Þrauka þennan dag með von í hjarta,
þrá í brjósti mér bullar og sýður.
Bjartsýnin mín svarta sér framtíð bjarta
ef ég þrauka í dag, mín framtíðin bíður.