og samt sem áður
syngja regndropar
sælir í þakrennum

við fætur þér
fossa lækir
frávita af gleði

í svörtu malbikinu
blikar skin mánans
björt borgarnóttin

og hún sem í djúpinu sefur

og enn fellur regnið.
Rjóðar kinnar
roðna meira og þú brosir

þeir geislabaugar
er grípa þig
á góðum morgni

hlæja dátt
og dulúðin stirnir
dansandi í augum þér

en hún í djúpinu sefur

þú ætlar að tala
en engin orð koma
ómálgur flýrðu

í fjarskann
færast þeir geislabaugar
er fyrst gripu þig

og regnið fellur
og fossa lækir
en þú færð ekki roða í kinnar

en hún í djúpinu sefu