Hve hart það slær, það slær
hve þungt mig niður dregur
nú ég skil, ekki allt maður fær
þetta er lífsins vegur

En með dögum gróa sár
og sál og hugur vex í þrótt
þorna löngu fallin tár
og verður manni loksins rótt

Maður stendur, og sigrar sjálfan sig
segur, ég vann mig
ég er nýr og betri maður
eina sem er eins er þessi staður

og svo á ný ég ástina finn
hleypi aftur voninni inn
en aftur í mola hjartað fellur
þegar höfnun á mig skellur

en ég stend upp og ber höfuð hátt
ég tek lífinu með sátt
því tíminn er allt sem ég hef
tímann ekki frá mér gef

stefni hátt, hratt yfir fer
því aðeins tímabundið er
í þessu lífi, á þessum stað
og ekki vill ég missa það

og þó ástin komi ekki faðmi mig
þá hef ég það sem ég vil
list og líf sem gera skil
gefa mér einhverskonar stig
sem vera sem maður sem eitt sinn deyr
og gerir aldrei neitt meir
þá minning um hann lifir í bráð
því markmiði með list hafði náð