mjóleit
mánasigðin
og myrkur allt um kring

rólegar öldurnar
anda að sér fjörunni
en í skóginum þú

litmjúk
mjöllin við fætur þér
marrar við hvert skref

og í litlu rjóðri
lítur þú við
langar heim á ný

í vetrarnaust
hinn víði mar
veiðin bíður úti

að sunnan
skyndilega hvessir
-samt er farið út

er birtir til
að degi á ný
sést enginn úti

rólegar öldurnar
anda að sér fjörunni
og þar liggur þú