Í ljúfsáran morguninn
rifnar himinninn
og blæður út

og svört ský
flýja í ofboði
með nóttinni

við lítinn glugga
langt í burtu
stendur þú

og horfir á sólina
drukkna

til þín flýja skýin

hví eru fingur þínir dofnir?

hvað er það sem heldur höndum þínum niðri?

og nóttin
dregur ábreiðu sína
yfir augu þín

en hér

ljúfsár morgun
og himinninn rifnar
og blæður út