Ég samdi nokkur ljóð handa stúlku sem skipar sérstakan sess hjá mér og vildi deila þeim með ykkur.

———————–
* Óendurgoldin ást *

Ég berst við brennandi ástarloga,
sem aldrei láta undan,
frá mér alla orku soga,
ef ég læt ei undan.

———————–
* Örlög *

Örlagatrúar er ég nú,
ástina hefi fundið,
hundrað prósent hefur þú,
hjarta mitt þér bundið.

———————–
* Vetrarylur *

Dimmir vetrardagar nú,
drottna meira og minna,
þá er til mín mætir þú,
mun ég ylinn finna.
———————–