Þú ert alveg eins og ég, bara öðruvísi
ég þen loftbelginn út af hugsjónar hugsunum
sem við fljúgum í, kringum jarðkringluna
þú kemur með nestið, andlega endurnæringu.

Í hugsunar blöðrunni ber blærin okkur áfram
við vinkum öllum, flugnamönnum og fuglakonum
veröldin sefur vært, vinnandi sálir sofa
ég brosi til þín og þú brosir til baka.

Við förum hringferð, án þess að hreyfast
knúin áfram af ímynduðu afli
mitt loftfar fullt af hamingju
þinn hugur fullur af fegurð

(Afhverju ætti einhver að vilja eyðileggja það)