Nýprentaðir peningaseðlar fæðast grátandi í heiminn
mjúkur pappírinn býr yfir óttarslegnu valdi

..vilja fá að metta sársvanga maga ungbarna
..vilja borga niður erlendar skuldir ríkisins
..vilja kaupa verjur handa verðandi barnsungum mæðrum

grenjandi sáran er hent með valdi í þykkt leðurveski
húka saman daprar fimmþúsund sálir í þöglum hópi
hjá eiganda sem notar vísa platinum
“True words are never spoken”