Upp og niður sálarkvarðann... …óvarfærni og hrokaglefsur hrista mig allan til
…hreyfingar hugans upp og niður - hlaup til vinstri og hægri
…andvaka ligg ég á gróðurbeði - seint um miðnæturbil
…í sortanum undir mér standa sálir mér lægri…

…þögnin hér drepur snöggt vanlíðan og deyfð
…djúpt í mínum hugsunum - ég reyni að leita leiða
…út úr mínum ógöngum - en sál mín óhreyfð
…mun aldrei fá grið - frið í ríki guðsins reiða…

…þungbrýndir í vítisdvöl - menn hafna út af löstum
…og syndir þeirra fast skráðar - í heimsins stóra kveri
…en hérna ligg ég friðsæll mjög - í fanginu á skógarþröstum
…af friðnum ég svo gagntekinn - hlýja í heimsins freri…



en ég get ekki ákveðið
líðan sem að ég helst kýs
ef hjarta mitt er freðið
og sálin mín hún frýs
þá lýst mér ei á blikuna
ef líðanin helst ei út vikuna



…sönnun þess að ég er á lífi er klár
…og til vitnis um það hrópa ótal hjartasár
…á meðan ég hlæ og á meðan ég tárast
…mun lífsandi minn ei á svipstundu klárast…

…brosi og tárast en af holdi og blóði
…bugðóttur er þessi langi lífsins slóði
…ég veit það nú loks að í mannanna raunum
…leynist æ gleði - frá sorginni - að launum…

-pardus-
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.