Soror

Á veginum gengur hún ekki lengur,
Augun blá þreyttu, sem sál þinni breyttu,
Sálin titrandi strengur

um hug hennar bönd, bundið hafa hugarlönd
barnæsku hennar og drauma, undir niðri enn krauma,
útrétt hjálparhönd

í myrkrið hún flýr, augum undan snýr
og kæfir sitt hjarta, framtíðin bjarta,
bjartdagsins dýrð

og reikulum hug sem vinnur ei bug
á hversdagsins for og finnur ei þor
eða í sjálfum sér dug

undir augum, bláleitum baugum
brennur bál, lítil sál,
full af draugum