Dáin dagatöl vilja lifna við aftur
minningar um fagurgræn tún
..fallegasta lit fyrri tíma
ólma eins og flugur í krukku

Ástfangin flúðu þau túnin
undir grænni silkislæðu
sem dansaði í himinhvolfinu
og kvaddi með daufri birtu

Rauðleitar viðarbrýr báru þau
yfir grugguð fljót
holóttir vegir komu þeim
yfir þokukenndar heiðar
mölin varð að malbiki
viðurinn varð að steypu

Stjörnunar földu sig
..fyrir ásókn rafljósana
veggirnir hvísluðu
skiltin störðu
fólkið kvartaði.