Frostbitnir fuglarnir syngja vært
lungu þeirra full af iðandi lífi
ástarljóðið okkar sem er mér svo kært
skiptir engu þótt umhverfinu ríði

fyrrum mátti heyra tvísöng okkar
miðdepill alheimsins bjó í þínu brjósti
tindrandi fallegir dökkir lokkar
blóðsins eldfjall gjósti og gjósti

líf vor sveiflast milli skin og skúrir
vertu bara viss um að geta þornað
kvalir heimsins verða köttur sem kúrir
við þeim getur einginn einn spornað

á endastöð er kominn og horfi til baka
lífið speglast skærum fagurbláum ljóma
ég reyndi að gefa en ekki allt að taka
vökva þau líf sem enn er í blóma
“True words are never spoken”