Þegar hún hringdi í mig,
sagði mér að það varst þú,
að þú hafir framið sjálfsmorð.
Tárin komust ekki niður,
bara hnútur í maganum,
ég átti enginn orð.

En þú varst svo fallegur.
Þú varst svo sterkur.
Gafst mér von
og sýndir mér hvernig ætti að lifa.
Án gremju og sjálfshaturs,
lyga og sjálfsblekkinga,
gerðir lífið þess virði,
að ég vildi lifa því.
Og svo fórstu,
leiðina sem ég einu sinni ætlaði.

Ég gat ekkert gert,
skildi ekki neytt.
Tilfinningarnar rugluðu mig.
Sorg, reiði, eftirsjá og öfund.
Ég gat ekkert að því gert,
öfund, hvað var hún að gera þarna?
Hugsaði að kanski væri það betra eftir allt.
Þú fórst þá leið.

Ég kenndi þínum guði um,
eða mönnunum sem skrifuðu guðsbókina.
Af hverju máttir þú ekki bara vera þú?
Af hverju truflaði það þig,
að vera eins og þú varst.
Mér fannst þú fallegur,
og þá meina ég þinn innri maður.

Þú hafðir þinn kross að bera.
Ég sá það ekki þá.
Ég sá bara kærleikann,
og sterku hlið þína.
Þá hlið sem hjálpaði mér svo mikið.

Þegar þeir báru kistu þína út,
vinir þínir.
Þessu þungu erfiðu skref,
allir grátandi.
Og mamma þín svo falleg,
og yfirbuguð af sorg.
Ég grét þá.
Við gerðum það öll.

Þá skildi ég að ég varð að fyrirgefa.
Þér fyrir að vilja ekki lifa,
og mér fyrir að vilja það.
Og heiminum fyrir að vera eins og hann er.
Og guði og þeim fyrir allt hitt.

En ég sé alltaf eftir að hafa ekki þakkað þér.
Þú gafst mér trú von og kærleika.
Trú á að lífið yrði betra.
Von um að ég gæti gert það.
Og út frá því kærleika,
til að takast á við lífið.
Ég vildi að ég hefði sagt þér það.
Að þú varst mér svo mikið.
En ég þorði því alrei

-Kitiara-
Diamonds arn´t forever….. Dragons are