Sé holt landið
og ég sogast inn
heimur minn ferst
eldur, brennisteinn
Allt tekur enda
Þvílíkur hiti
Hvers vegna núna?

Horfi niður í myrkrið
jörðin er hrunin
eftir stendur gap ginnunga
lítil sylla eftir
Aðeins ég og orðin.
Bros kemur á varir mínar

Nú er öllu lokið.
Sé krumlu rísa
stærri en allt
stærri en hún sjálf
teygir sig eftir mér
og orðin hverfa.
Aðeins skynjun eftir.

Síðasti andardrátturinn
fellur úr brjósti mínu
Krumlan rís á ný
Nú er komið af mér
Ég horfi á hana
og stekk á móti.

Þegar ég fell
fæ ég þessa tilfinningu
og ég snerti myrkrið
Nú er heiminum lokið.