…gegnum nasir munn og lungu mín - kuldinn leitar fanga
…frostþokan í heimi rís - vetrarnóttin langa
…kári vindur - kaldur púki - blæs mér nú í kinn
…frostbitnar rósir á vöngum sitja - hrímið kemur inn
…ég á hart með að anda - öndunarfærin frjósa
…og brátt held ég inn - inn í framhaldslífið ljósa…

…aleinn á ferli og klifra upp hnífbratta tinda
…engin tré - engin kol - eftir til að kynda
…lopavettlingar og peysan köld - frosin af gömlum svita
…og rauðbirknir sólargeislar - vangana mína lita…



…fell að lokum uppgefinn niður - í herðadjúpum snæ
…taugaveiklun - kaldhæðni - að lokum nú ég hlæ
…deyjandi kaldur í óbyggðum hvítum - einn á ferð á ný
…flýg ég upp til skýjanna léttra - þar sem veröldin er hlý…



…köld frostþokan mig umlukið hefur
…líkaminn minn er dofinn og sefur
…sálin flakkar létt yfir fögrum dölum
…flýgur yfir djúpum og snæviþöktum sölum
…þar sem náttúran sín best nýtur
…og friðurinn blundar og hrýtur
…ég er hamingjusamur dauður hér
…þó frost hafi að lokum
…kálað mér…

…fegurðin er hér…


-pardus-
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.