Ormétið líkið vaknar af djúpum svefni
getur sig hvergi hreyft í kirkjunnar kistu
byrjar að kalla ryðgaðri röddu á djásnið fagra

gelgjur í unglingavinnunni hlusta á vasadiskó
blása bleikar tyggjókúlur og yppa öxlum

gimsteinninn hugsar til mín fölum útgrátnum augum
liggur ein og yfirgefin á satínrúminu okkar
vaknar snöggt frá ósvöruðum spurningum
um leið og banamaður minn bankar og sýnist dapur

ég byrja að öskra og berja á kistuna af öllu afli

kvalarinn tekur eina skartgrip minn í sína arma
gera hana sína meðan hann veit um legu mína
“True words are never spoken”