Þrumandi stálhörð tónlistin glymur taktföst
íslands björtustu vonir
vínvökvinn sviptir næfurþunnri feimnisgrímunni
óbeisluð kynorkan tekur öll völd

þau hittast í miðjum regnskóginum

upphefst taumlaus æðisgenginn dans
þar sem allar bældar og faldnar hvatir lifna
lostinn skýn í tindrandi nýlega lifnuðum augunum
hjarta mitt rignir eldingum þegar ég fæ þig snert

öll hin dýrin hverfa á vit móðunnar miklu
bátur Nóa liggur sokkinn á hafsbotni og öll hin dýrin með
eftir fljótum við sem eitt í hlýjum og sólríkum sjónum
köfum hönd í hönd niður í kalt hyldýpið
ákveðum að koma aldrei aftu
“True words are never spoken”