…tunglið rís hærra á himinhvolfinu
…horfir yfir myrkvaða veröldina sofa
…grár bjarminn fleytist á vatnsfletinum
…er það ferðast um skýin
…felur sig bak við skýin
…og njósnar um mig…

…augað alsjáandi - dómarinn eilífi
…flakkar hér um til að sjá inn í mig
…hlustandi á hugsanir - vitandi langanir
…og veit allt um það sem að dvelur í mér…

…ég leita skjóls - en ljósið nær til mín
…syndir mínar opinberast senn
…ekkert flýr - þegar sterkt máninn skín
…um himinninn flýgur hann enn…

…menn eru blindir
…sjá ei mínar syndir
…og svik gagnvart hverjum vini

…trúleysi máttleysi ódyggð
…baktal stríðni og fryggð
…í feluleik undir mánaskini

…tunglið rís hærra á himinhvolfinu
…syndir mínar opinberast senn
…ég verð að hverfa í flýti
…til að fela sálarlýti
…því syndir mínar drýgi ég enn…



…í felum þar sem tunglið nær aldrei að sveima
…og ég gref mig ofan í botnleðjuna
…þar sem ég á heima…


-pardus-
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.