hrátt skynfæri
nemur útlit þitt
sendir boð
hugsar um eitt


sé þig
dansa og fetta
og ég fæ boð
sem þýða aðeins eitt.


tvö form í myrkrinu
hreyfast saman
taktfast, sveitt
hugsa aðeins um eitt.