Höfuðborgin er stór og fjarlæg
yfirþyrmandi oft á tíðum
Vellíðan mín er harla væg
vantar mig prinsinn á fáki fríðum

Fiðluleikur róar mitt fár
fjarlægir allan efa
En einmanaleiki minn ár eftir ár
hefur ei mikið að gefa

Hvert hafa vinir mínir farið?
Hvers vegna yfirgáfu þeir mig?
Of litlum tíma höfum við saman varið
Skepnurnar hugsa bara um sjálfa sig

Ég trúi og treysti á karma
Taka ætti meira mark á því
En ástand mitt ég mikið harma
mín hamingja er nú orðin fyrir bí

Mín lexía er einföld:
Aðeins ég get treyst á mig sjálfa
Með því eignast ég mikil völd
Minn styrk þarf ég nú að þjálfa
Ég finn til, þess vegna er ég