Eitt frumsamið ljóð.

~

Sárt mun það teljast að missa þá ást
er hjarta manns hefur að geyma
Með sanni má segja að þú traust' mínu brást
Þau svik mun ég seint fá að gleyma

Þú hafðir mig fast bundið böndunum þeim
sem sál þín til brunns hafð' að bera
Þó ófeimin sóttir þann helvíska heim
hans hóra þú ert og skalt vera

Þótt farinn þú sért þá koma til tár
á kinnum mér tindra og falla
Einn sit ég eftir með stórt opið sár
Löngun til lífs gef upp alla

~

Kær kveðja,
Fróðleiksmoli

E.s - Taka skal fram að ljóð mín eru ekki byggð á persónulegri reynslu.