Dimmrauður veggur málaður með blóði heimsins.
Finn þunga lyktina leggjast upp að vitum mér er
mér er þrýst upp að veggnum,
í átt að svörtum sálunum
sem liggja eins og illa festar veggmyndir
í horni heimsins.
Klappir trúarinnar hrynja er ég skima yfir heiminn,
sálirnar syngja er hnífar hverdagsleikans stinga á hol
engla himnanna.
Blóð rennur niður hvíta kyrtlana,
geislabaugar hverfa inn í myrkviði dauðans,
veggurinn þrýstist í bak mér,
og hjarta mitt rifið út sem blandast
í viðamiklum straumum blóðrauðum veggnum,
og aðeins bætist við enn ein svört sálin
í safnið.