Einhverstaðar las ég að þetta áhugamál væri að deyja og þá aðallega
vegna þess að allir eru að senda inn greinar en enginn virðist svara.
Ekki það að ég sé rosalega duglegur við að svara greinum sjálfur
þá ætla ég að prófa að senda inn þessa grein hérna og ef ekki fleiri
en 5 comment koma þá lýsi ég þetta áhugamál dautt.

Hér ætla ég að fjalla um öll þau ljóð sem hafa verið samþykkt af Ljóð.is,
sem er ein sniðugasta íslenska síða í mörg ár fyrir ljóðaunnendur,
auk þess ætla ég að skrifa um sögu nokkurra hverja.


(Þessi ljóð birtast í stafrófsröð)


Cold Feet ( http://ljod.is/viewpoem.php?iPoemID=22669&sSearch=authors )

Þetta ljóð var samið með það í huga að fjalla um samband milli tveggja lífvera
og hvernig ást getur verið á svo mikið fleiri vegu en á milli manns og konu,
hræðsla og örvænting er í undirtón en ég reyni að láta ástina vera
meginatriði ljóðsins

Fimbulkuldi Fyrir Sturtustrák ( http://ljod.is/viewpoem.php?iPoemID=22667&sSearch=authors )

Þetta er texti en ekki beint ljóð, hann var saminn í kringum lag sem vinur minn
samdi með enskum texta, en þó að lagið innihaldi öll stílbrigði sem textinn hans
innihélt er saga textans sem ég geri allt önnur.
Sagan fjallar um strák sem að er svakalega kalt vegna þess að hann var nýkominn
úr sturtu og verður veikur vegna þessa.

Aðalástæðan fyrir því að ég valdi þetta viðfangsefni var það að ég vildi gera texta sem var eins
ódramatískur og hann gat mögulega verið en samt látið manneskjuna ganga í gegnum eitthvað.

Persónulega fannst mér það pínu fyndið því lagið var svo dramatískt og upprunalegi textinn líka.

Following Faith( http://ljod.is/viewpoem.php?iPoemID=22673&sSearch=authors )

Þetta er ljóð sem ég hef þegar birt hérna, það var mikið meira samið í kringum upphafstafina
frekar en einhverja ákveðna sögu, samt reyni ég að halda í innihaldið og “reyni” að passa það
að reika ekki um of í burtu frá því sem ég fjalla um, sem er eitthvað sem þú þarft að átta þig á sjálf/ur.

habla español ( http://ljod.is/viewpoem.php?iPoemID=22670&sSearch=authors )

Þetta er í rauninni “Djöfull er ég flottur” á svona minn _Poethetic_ hátt á ensku.
Þið skiljið það þegar þið lesið það.

E.s. Það er þema í ljóðinu, sá sem getur áttað sig á því er snillingur. (það kemur 4 sinnum fyrir)

Mars Williams ( http://ljod.is/viewpoem.php?iPoemID=22670&sSearch=authors )

Þetta ljóð fjallar um samband karls og konu á minn _Poethetic_ hátt. Í
Í heildina litið er þetta ris og fall sambands.

My Insight to the Life of Folk Pt. IV ( http://ljod.is/viewpoem.php?iPoemID=22675&sSearch=authors )

Þetta er Texti sem að vinur minn sem ég fjallaði hérna um áðan krafðist að ég myndi
gera það er að segja, hann vildi að ég myndi hætta þessu ljóðræna rugli og koma með
einn rokktexta sem fjallaði bara um vagg og veltu í sinni smæstu eða stærstu mynd.
Ég sló til og ákvað að láta þann texta vera þann fyrsta í M.I.L.F. Ljóðabálknum mínum,
sem ég er enn að vinna í(Sjá niðri).

My Insight to the Life of Folk Pt. V ( http://ljod.is/viewpoem.php?iPoemID=22674&sSearch=authors )

Þetta ljóð gefur ekkert upp neitt rosalega vel um hvað það er,
en það var samið með laglínu í huga en ég tel það samt ljóð í hljóðformi.
Það fjallar um gamlan mann sem hefur ráfað frá elliheimilinu þar sem hann
gistir vegna veikinda sinna ég fer aðeins í sögu hans og hvernig honum líður á líðandi stundu.

E.s. Ég var ekki sáttur við hvernig það kom út á ljóð.is en það eru öf mörg línubil, það verður lagað á næstunni.

The Aliens Love Of Me ( http://ljod.is/viewpoem.php?iPoemID=22672&sSearch=authors )

Ljóðið The Aliens Love Of Me er ljóð sem mér þykir hvað vænst um vegna þess að mér finnst það svo einfalt
en samt svo djúpt. Það fjallar um mann sem kemst í kynni við geimveru sem hann skilur ómögulega.
Ef þú skilur hvað geimveran segjir endilega birtu það sem hún segjir hérna fyrir neðan.




M.I.L.F. Bálkurinn

Þetta eru í raun sögur af fólki sem allar eru að ganga í gegnum eitthvað eða hafa allar
gengið í gegnum eitthvað ég mun birta I, II og III í framtíðinni en það er margt sem á eftir
að gera og semja svo ég get það ekki strax.



Vonandi fannst ykkur þetta skemmtileg lesning, en ef ekki þá getiði endilega rætt meira
um hana við mig eða bara eitthvað annað á skuggi2@hotmail.com


Takk kærlega fyrir að gefa ykkur tíma.

Kv. Sun Tzu