Geng eins og sérsveitarmaður í nýföllnum snjónum
skima í allar áttir og byrja ósjálfrátt að læðast
víglínan birtist við mörk skólalóðarinnar
sprengjuregnið í krakkahlátri ómar í fjarska

í þessu stríði fá stelpur líka að berjast

vígvöllurinn er blóðugur og særðir liggja í víð og dreif
hjartað slær hraðar og vöðvarnir stífna ósjálfrátt
mig langar að hlaupa en eldtraust skynsemin stoppar mig

ég hef gengið í gildru!
óvinurinn byrjar að skjóta miskunarlaust og kalla í talstöðina
“þarna er hann”
hæfa mig nokkrum föstum og vel blautum snjóboltum
ég heyri harðar blýkúlurnar smella hátt í þröngum gallabuxunum
en ég finn engan sársauka
því ég er helsært dýr að berjast fyrir lífinu

hleyp í gegnum skothríðina og sé í fjarska hurð frelsins
allt í heiminum hverfur og ég heyri ekki lengur í sprengjunum

hrasa og missi skólatöskuna en verð að skilja hana eftir
því blóðþyrstur óvinaherinn nálgast óðfluga
hann sýnir enga miskun og tekur sjaldan gísla

mjóir kaldir fæturnir gefa mér óþekktan kraft
frelsið nálgast og ég tek ólympíustökk á hurðarhúninn

en þar stendur þú,lætur í lás og brosir fallegu íllskubrosi
í horfi í heiðblá augun þín til að finna samúðarglætu
en hákarlaaugun stara tóm í gegnum móðumikið glerið
á her þeirra viðurkenndu misþyrma veikburða líkama mínum
“True words are never spoken”