Hendur mínar eru hreinar
en sál mín með ör að eilíf.

Blóðtaumurinn á gólfinu ósýnilegur
öllum nema mér
og harmakvein mín falla í fjöldann
er hugur minn snýst í kringum eilífðina.

Höfuðverkurinn. Hjartaverkurinn.

Varlega legg ég grímuna yfir sál mína
ævi mína og örlög mín

og er ég geng brosandi gegn heiminum
ligg ég eftir í sárum mínum.

———————————————————————————————-

Eigðu faðmlög þín
kossa þína
og gjafir.

Leyfðu mér að liggja hjá þér
leita að þér
og finna þig í hjarta mínu.

Eigðu hrósin þín
blómin
og konfektið.

Leyfðu mér að virða þig
virtu mig
og brostu, hlæðu,
elskaðu mig að eilífu.

Vertu heimsins besti vinur
freisting mín
fiðrildið í maga mínum.

Haltu í hjarta mitt í stað handar minnar,
örvaðu huga minn ekki líkama
horfðu í augun á mér og elskaðu mig
án þess að segja orð.