Er ég nógu sorgmæddur fyrir þig, Drottinn?
Er líf þetta það sem þú ætlaðist af mér?
Einn af milljörðum, einn með mínum sorgum…
Eru tárin mín næg fyrir drykk þinn, Drottinn?
Flækist gleði mín alltof mikið fyrir þér?
Einn af milljörðum, einn með mínum orgum…

Vildir þú sjá þínar lífverur þjást?
Það eina sem ég vil frá þér er ást…



Á hnjám fyrir framan þitt altari, Drottinn!
Er bæn þessi sú sem þú óskaðir af mér?
Einn af milljörðum, einn með mínum öskrum…
Eru orðin mín næg fyrir loforð þín, Drottinn?
Flækist ég sjálfur alltof mikið fyrir þér?
Einn af milljörðum, einn með mínum löstum….

Vildir þú sjá þínar lífverur þjást?
Ég lofaði að lifa en ég brást…



Það dofnar, lífið, fyrir augum þér, Drottinn!
Yrði sjálfsmorð mitt það er þú óskaðir mér?
Einn af milljörðum, einn með mínum ljóðum…
Almáttugur, algóður, alvitur, Drottinn!
Er þetta líf það eina sem ég fæ frá þér?!
Einn af milljörðum, einn af mörgum góðum…

Vildir þú sjá þínar lífverur þjást?
Ég lifði, ég grét, ég dó, ég féll og ég brást…



Ég grét, ég dó, ég brást.




-Danni-
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.