Gullsilfraður situr þú í lófa mér
glottir er sólin á þig skýn
Trylltur almúginn glápir í kring
heldur þíg draumannasýn.

En ekki ertu draumsýn
né ýmindun huga míns,
þú ert hér í lófa mínum
mynd sem aldrei dvín.

Þau hvíslast á, halda ég sé biluð
horfa með lúnum augunum sínum
á lófa minn, tóman, skilja hvorki upp né niður
en ég sé þig, í lófanum mínum.

Mega þau bara hvíslast og tala
mannanna börn ég er þreytt á þeim
þau tala án þess að skilja hvort annað
naga sig inn í annan heim.

En þig sjá þau ekki, en tala þó
um ósýnilega hlutinn, í lófanum mínum
og ég glotti, því nú er það ég
sem segi að þau séu að tapa sér..


Einhver gagnrýndi að ljóðin hér væru alltaf eins, hér er eitt fáránlegt og öðruvísi hjá mér. Þemað er það sem enginn sér en allir tala um. Þetta er áskorun fyrir helgina til þeirra sem lesa að koma með eitt ljóð um þetta þema…

góða helgi :Þ