Sitja fyrir sálu minni
leifar af ást þinni,
er þú hélst mér fangi þér,
hvíslaðir í eyra mér,
helvítis lygar um ekkert og allt,
þú sveikst það hundrað, já þúsundfalt,
og hefndina færðu, trúðu mér,
ef þú vissir hvað bíður nú eftir þér!

Rottur í pósti, eitur í mat,
ormar í fötin, ég fyrir þér sat,
beyglaði bílinn, byrjaði stríð,
ég var ekki góðleg og því síður blíð,
ég rauk um og rústaði lífi þínu,
rétt eins og þú braust allt í lífi mínu,
en hefndin hún kom, ojá, getiði til,
hefndin var sannkallað sjónarspil!

Þú kvaldist og leiðst,
og hræddur þú beiðst,
hvort ég gerði meira,
já, ég gerði margt fleira,
lét til mín taka svo líf þitt skall saman,
og ég segi nú bara, að þetta var gaman,
mín hefnd var æði,
en ekki fyrir oss bæði
Ég var vond og ég var tryllt,
ég var ill og ég var spillt!