Niður féll ég,
rak upp óp,
ég fann beinin brotna,
heyrist skellur,
köll og hróp,
og líkaminn að rotna.
Sorgin streymir,
falska fól,
þið haldið að þið syrgjið,
en heilinn ykkar,
það illa tól,
gleðina inni byrgir.
Hún er farin,
úps, hún dó,
og tárin fara að streyma,
hjartað hennar
ekki sló,
en þið, búin að gleyma.
Á himnum grætur,
lítil mær,
engin hana syrgir
í raun veru,
engum kær,
fólk gleðina inni byrgir.