ókei, við erum kannski ekki öll vinir -ENNÞÁ, en ég þarf innilega á
hjálp ykkar að halda.
þannig er mál með vexti að ég samdi voða dramatískt ljóð um stelpu
sem er að kveðja vin sinn sem dó. eða eitthvað svoleiðis. og allt
ljóðið er bara eins og hann sé sofnaður, nema í síðasta erindinu,
þá kemur síðasta línan svona:

það var um kvöldið þegar þú dóst.

en það er líka hægt að segja:

það var um kvöldið þegar þú fórst.

hvort finnst ykkur nú betra?
ég er þvílíkt búin að vera að hugsa þetta fram og til baka.
auðvitað er soldið flott að segja “fórst”, vegna þá þarf fólk meira
að pæla og hughrifin eru meira svona sorg inn í manni (eða
eitthvað) en ef maður segir “dóst” fær fólk blauta tuskuna beint í
smettið og veit ekkert hvað það á með sig að gera.
svona þannig.
ALLAVEGA!
viljið þig vera svo væn að segja mér ukkar allra álit?

kærar þakkir.
dorfi.

ps. það er líka hægt að segja
“með dauðanum burtu þú dróst” en það er ekki alfeg jafn smekk
“Enginn veit til angurs fyrr en reynir”