þegar dimma fer
í rúmið komin er
hverf til minna draumaheima.
ég loka augum blám
teygi úr mínum tám
og brosandi læt mig dreyma.

kominn ert til mín
með brúnu augun þín
við ávallt til hvors annars rötum
þó þekkjumst við ekki neitt.
en guð hvað mér er heitt
þó ég sé ekki í neinum fötum.

ég þínar varir finn,
og andardráttinn þinn
svo allt í eina átt gengur
og gerast mun það brátt.
reynum að hafa ekki hátt
því ég held ég ráði ekki við mig lengur.

nú komin er svo lokastund
og öllu léttari er mín lund
en vonbrigði sál mína sverfa.
ein ég er á nýjan leik
því hugur minn mig sveik
hann bjó þig til, en lét þig svo hverfa.



stundum er alfeg ofsalega leiðinlegt að vera einn :þ
dorfi.
“Enginn veit til angurs fyrr en reynir”