Einn fagran dag í nóvember
áttatíu og þrjú
þennan heim þú kynntir þér
og 17 ertu nú
Þú gengið hefur gegnum margt
og höfuð borið hátt.
Þótt lífið hafi verið hart
þú alltaf haldist sátt.
Svo fyndin, gáfuð, skemmtileg
hreinskilin og yndisleg.
Þetta allt og meira líka
nálægð þín mig gerir ríka.
Ég segi þér það elsku Tinna
betri vin er vart að finna.
Þó óvíst sé um framtíðina
þú ert nú svo af guði gerð.
Að örugglega elsku vina,
af hólmi þú með sigur ferð.
Til hamingju með daginn þinn
ég smelli á þig koss á kinn
elsku besti vinur minn.
Einn fagran dag í nóvember
áttatíu og þrjú.
þennan heim þú kynntir þér
og 17 ertu nú.
Núna ertu orðin þessi skvísa
og hamingja og lífsgleð´ af þér lýsa.
Tryggð og gleði, væntumþykja
þessir kostir þig umlykja.
Þetta allt og meira til
á öllu góðu gerir skil.
Satt er það mín elsku Sunna
það þarf ekki margt að kunna
létt er öllum þér að unna
Ef heldur áfram sömu leið
þá framtíðin er björt og greið.
Enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér.
Eitt býr þó í huga mér
að alveg sama hvernig fer
þá muntu ætíð bjarga þér.
Skilaboð frá mér til þín
til lukku elsku dúllan mín